Ummæli
Við hjónin áttum yndislegan sólarhring á Vökulandi í lok sumars. Ljúfar móttökur húsráðenda, falleg og snyrtileg íbúð, heitir og kaldir pottar var toppað með dásamlegu útsýni og góðri orku. Einstök upplifun var að fara í kyrrðarhofið og taka þátt í kakóviðburði og joga nitra, nokkuð sem við mælum heilshugar með Bowen meðferð daginn eftir losaði um tilfinningar sem höfðu legið í dvala og var gott að losa um Mælum með heimsókn í þessa perlu í Eyjafirði. Takk fyrir okkur
Stefanía Birna Arnardóttir
Rólegt umhverfi með náttúrufegurð, fuglasöng, heitum potti og trambolín fyrir börnin. Elskuleg þjónusta. Takk fyrir okkur.
Katrín Reynisdóttir
Guðrún Aðalbjörg Arnadóttir
mælir með
Vökuland guesthouse & wellness
.
30. september ·
Takk fyrir notalega upplifun og þægindi.
Fór til þeirra með hóp , fórum í kyrrðarhofið í létt joga,teygjur og slökun á eftir sem var guðdómlegt í fallega hofinu, skelltum okkur svo í pottinn og kalda karið
frábær aðstaða og umhverfi.
ástarþakkir fyrir mig og okkur.
Guðrún Aðalbjörg Arnadóttir
Ég hef farið á viðburði hjá Sólveigu. Þessi stund sem maður á í tjaldinu er einstök. Ég hefði aldrei trúað því að tónheilun, slökun og kakódrykkja hefði svona góð og mikil áhrif. Það er eitthvað óútskýranlegt sem á sér stað, undursamlega fallegt ❤️
Einnig hef ég farið í bowen til hennar. Það er mjög gott. Ég geng endurnærð út og gey ekki beðið eftir næsta skipti. Ég mæli svo sannarlega með Eagles North Kyrrðarhofinu 🙏
Katrín Helgadóttir
Katrín Helgadóttir
Ég hef verið að fara í kakó -slökun-gong hjá Sólveigu í dásamlega hofinu þeirra hjóna 💕. Þetta er dásamleg stund sem hleypir manni í dásamlegt ferðalag, líkami og sál eru endurnærð eftir þessar mögnuðu stundir💕. Ég mæli eindregið með þessu og er þetta eitthvað sem allir ættu að prufa 💕
Íris Rún
Íris Rún Gunnarsdóttir
Ég mæli hiklaust með Kyrrðar/kakóstund í þessu dásamlega hofi hjá Sólveigu.
Mér líður svo vel eftir hvert skipti.
Þórunn Ágústa
Þórunn Ágústa Garðarsdóttir
Mæli hiklaust með Sólveigu og Bowen. Hefur gert mér dásamlega gott. Finn mun á herðum og fótum. Nærvera Sollu er nærandi og góð fyrir andlegu hliðina.
Inda Björk
Inda Björk
Það var góður vinahópur sem fékk að koma til Sollu í slökun, gong og rólegheit. Engir af karlmönnunum í hópnum höfðu áður farið í jóga. Í byrjun voru þeir feimnir, stressaðir en spenntir.
Solla leiddi okkur inn í slökun og margir höfðu á orði hvað það hafi verið notalegt að hlusta á hana enda margir sem duttu alveg út úr þessum heimi.😉
Solla lét okkur líka draga spil í lokin og las fyrir okkur spádóminn sem allir höfðu gaman af.
Mæli svo sannarlega með því að fara til Sollu og njóta ❣️
Ragna Erlingsdóttir
Ragna Erlingsdóttir
Previous
Next