Vellíðan

Vökuland wellness er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar og býður upp á viðburði fyrir hópa og einstaklingsmeðferðir til aukinnar vellíðunar. Yoga, djúpslökun, tónbað, heildræn meðferð og fleira.
Heitur pottur, kalt kar og viðarkynnt sauna er á útisvæðinu. Fjölbreyttir slökunarviðburðir sniðnir að hverjum og einum hópi í mongólska Kyrrðarhofinu. Einnig er í boði að bóka einstaklingsmeðferð í Bowen slakandi meðferð, Regndropadekur með kjarnaolíum og Markþjálfun samtalsmeðferð með slökun.


Tímalengd hvers viðburðar fer eftir innihaldi og er frá 75 mín – 4 klst.
Hámarks fjöldi fer einnig eftir tegund viðburðar og er frá 2 – 12 pers.

Hægt er að panta gistingu í hlýlegri velútbúinni íbúð á staðnum. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og bókanir á info@vokulandwellness.is eða hafið samband í síma 663 0498