Grunnnámskeið í yoga

Orðið YOGA (Jóga)  þýðir að sameina.  Í jóga sameinum huga, líkama og sál.

Námskeiðið er byggt á hugmyndum Iyengar jóga sem er einna þekktasta tegund Hatha Jóga og var þróað af B.K.S. Iyengar.  Það er sagt vera mjög tæknilegt því lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu. Í því er oft notast við hjálpartæki (props) til auðvelda við að komast í stöðurnar t.d. kubba, belti, teppi, stóla osfrv. Mikilvægt er að einbeita sér að öndun og vera meðvituð um vöðva og liðamót.

Farið verður í helstu grunnatriði jóga sem eru þrjú, öndun (pranayama), æfingar/stöður (asanas), slökun (savasana) og hugleiðsla (Dhyana).

Markmið námskeiðsins er að gera fólk meðvitað um eigin líkama, getu og takmarkanir.  Leitast við að styrkja og liðka bak, fætur og mjaðmir.  Einnig er rík áhersla lögð á öndun, slökun og streitulosun. Farið verður í öndunartækni sem kyrrir hugann og hjálpar þér að vera í núinu og gefur einnig orku.

Í hverri viku eru teknar fyrir sérstakar æfingar (asana) og allir tímar enda með 15-20 mín. slökun (savasana).

næsta námskeið byrjar í september 2020 – fylgist með auglýsingum