Bowen–mjúk og slakandi bandvefslosun
Bowen meðferð felst í því að Bowentæknirinn notar fingurna til að gera rúllandi hreyfingar yfir vöðva og sinar á ákveðnum stöðum á líkamanum.
Allur líkaminn er yfirleitt meðhöndlaður en ekki aðeins það svæði sem kvartað er yfir verkjum á
Bowentæknirinn yfirgefur herbergið á milli hreyfinga til þess að gefa líkama þiggjandans tóm til að melta þau skilaboð sem hann fær með hreyfingunum sem hefur þau áhrif að spenna í líkamanum minnkar og sjálfsviðgerðareiginleikar hans taka að starfa.
Sumir upplifa það að verkir hverfi eftir aðeins eina meðferð. Aðrir þurfa fleiri meðferðir og hjá sumum hjálpar Bowenmeðferð ekki.
Ráðlagt er að fólk komi þrisvar í meðferð með viku millibili og þá án þess að fara í aðrar líkamsmeðferðir á meðan s.s. hnykkingar, nudd, sjúkraþjálfun og þessháttar.
Oftast duga þessar 3 meðferðir til þess að í finna út hvort Bowenmeðferð virkar á þiggjandann þótt um langvarandi ástand sé um að ræða.
Mörgum finnst gott að viðhalda góðum árangri meðferðarinnar og fara í Bowenmeðferð með ákveðnu millibili. 1-2 1x í mánuði