Gyðjudekur og Spa

Bókað hérna neðar á síðunni

Gydjudekur
Fjöldi: 3 -10   
Tími: 4 klst. alls
Verð 10.000kr. 

Ljúf samvera fyrir 3-10 gyðjur í hóp.

Mæting í þægilegum fötum með sundföt. Á staðnum fær hver gyðja slopp, handklæði og inniskó til afnota.

Eftir að hafa komið sér þægilega fyrir á mjúkri dýnu með hlýtt teppi yfir sér, fær hver gyðja létt höfuðnudd með hreinum lífrænum ilmkjarnaolíum.

Leidd djúpslökun Yoga Nidra fer fram undir stjórn viðurkennds leiðbeinanda. Djúpslökunin getur styrkt taugakerfið, bætt svefn og einbeitingu og stutt við hvíld og endurheimt orku.

Spilað er á vönduð handsmíðuð hljóðfæri og geta tónar þeirra haft heilandi hljóðáhrif og losað um streitu og spennu í líkamanum og styrkt miðtaugakerfið.

Eftir slökun hafa gyðjurnar afnot af heitum potti, viðarkyntri saunu og rúmgott húsnæði fyrir samveru og veitingar sem er í boði að hafa með sér.

Hægt er að panta Limósíu hjá Villu Dan sem sækir og keyrir að Hofi. Pantanir í síma 899-6290 þá bætist við aukagjald. Einnig er hægt að panta leigubíl hjá Gunnlaugi Þorgeirssyni sem sækir og keyrir að Hofi.

Sérafsláttur fyrir gesti sem koma á viðburð, 1-4 farþegar 12.000kr. báðar leiðir á hóp ; 5-8 farþegar 15.000 kr báðar leiðir á hóp. Pantanir í s. 899-213

jamm