Hjartanæring og Kakóró

Bókað hérna neðar á síðunni

Hjartanæring_Kakóró

Hjartanæring og Kakóró

Kakóbolli,  djúpslökun, trommu hugleiðsla og hljóðheilun

Fjöldi: 3-10    
Tími: 120 mín. 
Verð 8000kr. 
 
Góð slökun og endurræsing á taugakerfinu fyrir 3-10 í hóp. Allir setjast niður með kakóbollann í hönd af ilmandi, hlýju og hreinu Cacao.  Rýmið er hreinsað með Palo Santo, hinum helga við frá Suður Ameríku og Salvíu jurtinni, til að kyrra hugann fyrir hugleiðslu.  Hugleiðsla undir léttum slætti hand trommunnar sem jarðtengir okkur og hreinsar.  Leiðir hugann að því að setja sér ásetning fyrir stundina. Þátttakandi kemur sér vel fyrir á mjúkri dýnu með hlýtt teppi og lætur fara vel um sig.  Leidd djúpslökun fer fram undir stjórn viðurkennds leiðbeinanda.   Djúpslökunin styrkir taugakerfið, bætir svefn og einbeitingu og styður við hvíld og endurheimt.  Spilað er á vönduð handsmíðuð hljóðfæri og geta tónar þeirra haft góð áhrif á losað um streitu og spennu í líkamanum og styrkja miðtaugakerfið.