Umsagnir

  • Ég mæli hiklaust með Kyrrðar/kakóstund í þessu dásamlega hofi hjá Sólveigu.

    Mér líður svo vel eftir hvert skipti.

    Þórunn Ágústa

  • Við hjónin áttum yndislegan sólarhring á Vökulandi í lok sumars. Ljúfar móttökur húsráðenda, falleg og snyrtileg íbúð, heitir og kaldir pottar var toppað með dásamlegu útsýni og góðri orku. Einstök upplifun var að fara í kyrrðarhofið og taka þátt í kakóviðburði og joga nitra, nokkuð sem við mælum heilshugar með ❤ Bowen meðferð daginn eftir losaði um tilfinningar sem höfðu legið í dvala og var gott að losa um 🙂 Mælum með heimsókn í þessa perlu í Eyjafirði. Takk fyrir okkur ❤

  • Mæli hiklaust með Sólveigu og Bowen. Hefur gert mér dásamlega gott. Finn mun á herðum og fótum. Nærvera Sollu er nærandi og góð fyrir andlegu hliðina.
    Inda Björk