Umsagnir
-
Ég hef verið að fara í kakó -slökun-gong hjá Sólveigu í dásamlega hofinu þeirra hjóna 💕. Þetta er dásamleg stund sem hleypir manni í dásamlegt ferðalag, líkami og sál eru endurnærð eftir þessar mögnuðu stundir💕. Ég mæli eindregið með þessu og er þetta eitthvað sem allir ættu að prufa 💕
Íris Rún
-
Rólegt umhverfi með náttúrufegurð, fuglasöng, heitum potti og trambolín fyrir börnin. Elskuleg þjónusta.
Takk fyrir okkur.
-
Ég hef farið á viðburði hjá Sólveigu. Þessi stund sem maður á í tjaldinu er einstök. Ég hefði aldrei trúað því að tónheilun, slökun og kakódrykkja hefði svona góð og mikil áhrif. Það er eitthvað óútskýranlegt sem á sér stað, undursamlega fallegt ❤️
Einnig hef ég farið í bowen til hennar. Það er mjög gott. Ég geng endurnærð út og gey ekki beðið eftir næsta skipti. Ég mæli svo sannarlega með Eagles North Kyrrðarhofinu 🙏
Katrín Helgadóttir