Umsagnir
-
Rólegt umhverfi með náttúrufegurð, fuglasöng, heitum potti og trambolín fyrir börnin. Elskuleg þjónusta.
Takk fyrir okkur.
-
Það var góður vinahópur sem fékk að koma til Sollu í slökun, gong og rólegheit. Engir af karlmönnunum í hópnum höfðu áður farið í jóga. Í byrjun voru þeir feimnir, stressaðir en spenntir.
Solla leiddi okkur inn í slökun og margir höfðu á orði hvað það hafi verið notalegt að hlusta á hana enda margir sem duttu alveg út úr þessum heimi.😉
Solla lét okkur líka draga spil í lokin og las fyrir okkur spádóminn sem allir höfðu gaman af.
Mæli svo sannarlega með því að fara til Sollu og njóta ❣️Ragna Erlingsdóttir -
Ég mæli hiklaust með Kyrrðar/kakóstund í þessu dásamlega hofi hjá Sólveigu.
Mér líður svo vel eftir hvert skipti.
Þórunn Ágústa