Verðskrá

Vökuland Wellness

Vökuland Wellness er vellíðunarsetur staðsett í hjarta sveitarinnar. Markmið þess er að veita fólki andlega og líkamlega vellíðan. Þangað sækir fólk sem vill komast í streitulosun, hvíld og fjarlægð frá áreiti. Hér má njóta gæðaþjónustu hjá aðilum með faglega þekkingu á fallegum, kyrrlátum stað í um 12 km fjarlægð frá Akureyri. Til útleigu er vel útbúin 3 ja herbergja íbúð með gistirými fyrir 8 – 9 manns. Til afnota fyrir gesti er heitur pottur og grill og hægt að kveikja uppí saununni gegn aukagjaldi. Kyrrðarhofið / viðburðarstaður er í bakgarðinum. Þar fer fram jógakennsla og þjálfun, slökunarviðburðir og hljóðheilun. Einnig er þar boðið uppá einstaklingsmeðferðir s.s. Bowen meðferð, markþjálfun og bak/ilja dekur með léttu nuddi og heitum bakstri. Einnig eru þar oft námskeið og vinnustofur sem tengjast betri heilsu og vellíðan. Hægt er að panta heila helgi i skipulagðri dagskrá, bóka dvöl í sólarhring og eða dagspart 2-4 klst. Bókanir hér: info@volulandwellness.is #vokulandwellness

Fyrirspurnir og bókanir

info@vokulandwellness.is og í síma 663-0498 / www.vokulandwellness.is/hopar

Vökuland Wellness vellíðunar- og þekkingarsetur

Vökuland, 605 Eyjafjarðarsveit – Akureyri