Djúpslökun (Yoga Nidra) er djúpt slökunarástand þar sem slakað er á öllum vöðvum líkamans en vitundinni haldið vakandi. Gefur hvíld á við 4 tíma svefn.
Rannsóknir sýna að ávinningur af djúpslökun er m.a. hvíld sem jafnast á við nokkra tíma svefn, meira jafnvægi og kyrrð í huga, betri einbeiting, hægari öndun, slökun á vöðvum, minni sársauki, minni streita, minni kvíði og jákvæð hugsun eflist.
Þátttakandi kemur sér vel fyrir á mjúkri dýnu undir hlýju teppi og lætur fara vel um sig. Gott er að hafa augnpúða.