Hægt er að skoða viðburði  á facebook síðunni okkar.

Facebook síðan

Loading Events
  • This event has passed.

Englareiki

Date 29. janúar, 2021

Engla Reiki er dásamlega mjúk en kröftug heilunaraðferð sem við getum notað dags daglega fyrir okkur sjálf, fjölskyldu, vini og dýrin okkar, sem og boðið viðskiptavinum.

Þessi vinnustofa kennir hina einstöku heilunarlist sem Engla Reiki er og er kennt yfir föstudagskvöld 17.30-21.30, laugardag 9.30-17.30 og sunnudag 9.30-16.00. Þátttakendur taka á móti 1. og 2. gráðu Engla Reiki á þessum tíma og fá praktíska reynslu í nokkrum mismunandi meðferðarleiðum.

Samstillingin (attunement) sem tengir þátttakendur við heilunarenglana sína sem vinna síðan með hverjun einstaklingi þar eftir, inniheldur Reiki tákn sem eru samstillt gegnum tíðni englanna. Þessi tákn voru gefin mannkyninu af St. Germain á tímum Atlantis. Ekki er þörf á að læra táknin.

Þessi vinnustofa gefur þér:
– Vinnu með karma þar sem unnið er með að klippa á tengsl sem ekki þjóna okkur, og hreinsun englanna fyrir hverja innstillingu.
– Full innstilling á Engla Reiki fyrsta og annað stig.
– Praktíska reynslu af heilun þar sem miðlað er heilunarorku englanna, þriðja auga heilun, heilun með meisturum og vetrarbrautarheilurum, og fjölvídda- og fyrrilífa heilun.
– Leiðsögn varðandi sjálfsheilun, fjarheilun, að meðhöndla ófrískar konur, börn og dýr.
– Praktísk ráð varðandi heilunarmeðferðir.
– Master kristall sem heldur heilunartáknum englanna.
– Handbók með öllum upplýsingum á íslensku.
– Fræðslu og hugleiðslu á myndbandi um orkustöðvarnar 12 en það er undirbúningur fyrir námskeiðið.
– Táknin sjö sem gefin voru eru virkjuð á tíðni englanna í gegnum hin sjö stig forms og guðlegs forms gegnum Metatron erkiengil.
– Samstilling við englaríki ljóssins í elleftu víddinni í gegnum Metatron erkiengil.
– Skírteini um að þjálfun sé lokið á fyrsta og öðru stigi Engla Reiki.
Sem heilari sem vinnur á þennan hátt með englunum gerir þú sjálfum þér, mannkyninu og plánetunni gott.

Námskeiðið kostar 45.000 og innifalið í því er kristall og prentuð handbók á íslensku.
Lágmarksfjöldi þátttakenda eru 5 og hámark 10.
Nauðsynlegt er að skrá sig og greiða staðfestingargjald (23.000) hjá Ölmu í gegnum Facebook síðuna, með tölvupósti almahronn@gmail.com eða í síma 6912710. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega og greiða inn á námskeiðið í minni greiðslum.

Kennari er Alma Hrönn Hrannardóttir Engla Reiki Meistari:

Details

Date:
29. janúar, 2021
Event Category:
Website:
https://www.facebook.com/events/959301197867904