Restorative Yoga

Í restorative jóga er verið að vinna með að gefa eftir svo líkami, bandvefur og hugur geti komið inn í djúpa slökun.  Það er unnið með opnun á líkamanum og er notast við ýmisan stuðnin eins og  bólstra, teppi og kubba til að styðja við líkamann í ákveðnum stöðum sem framkalla algjöra slökun.  Þannig aukum við heilsu og vellíðan og endurnærumst. Við slökkvum á þeim hluta taugakerfisins sem virkjast við mikið álag og streitu og kveikjum á þeim hluta taugakerfisins sem færir okkur slökun

Við þiggjum í stað þess að gera.
Hver tími er um 50 mín.