Paratími á nuddbekk, slökun og vellíðan

Paradekur

Djúpslökun, tónbað, fótanudd, ilmkjarnaolíur og spil 2klst -verðið 16000 kr.

Parið fær mjúkt höfuð og fótanudd með ilmkjarnaolíum. Leidd djúpslökun við undirspil seðjandi tóna vandaðra hljóðfæra, veitir vellíðan og getur verið afar streitulosandi. Djúpslökun (Yoga Nidra) er djúpt slökunarástand þar sem slakað er á öllum vöðvum líkamans en vitundinni haldið vakandi.
Þátttakandi kemur sér vel fyrir á mjúkri dýnu undir hlýju teppi og lætur fara vel um sig í hlýjunni.