Hetjuferðin – Sköpunarsmiðja 25 -27.sept. 2020

Hetjuferðin – Sköpunarsmiðja 25 -27.sept. 2020

af
285 285 people viewed this event.

Smiðjan er ætluð þeim sem vilja takast á við áskoranir lífsins með skapandi aðferðum. Hún byggir á hugmyndum og kenningum um mikilvægi flæðis í sköpun og lífshamingu. Unnið er með aðferðum lista, leiddrar hugleiðslu, félagsörvunar og samtala, íhugunar og ritúala. Markmiðið er ekki að skapa listaverk heldur að virkja sköpunarhæfnina á leið til þroska.

Auk eigin aðferða sem kennarinn hefur þróað í kennslu og skapandi vinnu í áratugi eru notaðar eru aðferðir Paul Rebillot: The Call to Adventure – Bringing the Hero´s Journey to Daily Life og aðferðir Juliu Cameron: The Artist´s Way – A spiritual Path to Higher Creativity.

Kennt er í Eagle North Kyrrðarhofinu Vökulandi, 601 Akureyri fös. 25. sept. kl. 18:00-22:00, lau. 26. sept. kl. 10:00-14:00 og sun. 27. sept. kl. 10:00-14:00.

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari

UMMÆLI NEMENDA UM NÁMSKEIÐ STÍLVOPNSINS

Segja má að hugmyndin um hetjuferðina hafi orðið til um leið og mannkyn fór að segja sögur. Hetjuferðin á engan höfund en er nátengd nafni bandaríska goðsagnafræðingsins Joseph Campbell (1904 – 1982). Í bók hans A Hero With A Thousand Faces (1949) birtist sú kenning að flestar sögur heims fjalli á einhvern hátt um hetju sem heyrir kall til breytinga, leggur upp í ferð þar sem hún þarf að horfast í augu við margvíslegar ögranir og hindranir og snýr aftur til síns heima sem umbreytt manneskja. Þar sem hetjuferðin er í senn frásagnaraðferð og þroskahringur býður Stílvopnið bæði ritlistarnámskeið og sköpunarsmiðjur sem byggja á þessari ævagömlu hugmynd um ferð hetjunnar til frekari þroska.

NÁNAR UM HETJUFERÐINA OG MUNINN Á RITLISTAR- OG SKÖPUNARSMIÐJUM STÍLVOPNSINS

KENNSLUÁÆTLUN

Fös. 25. sept. kl. 18:00-22:00: Hrist upp í hópnum og hópurinn hristur saman. Ýmsar aðferðir notaðar til að kynnast hetjunni hið innra og hjálpa henni að heyra kall til breytinga.

Lau.26. sept. kl. 10:00-14:00: Með skapandi aðferðum horfist hetjan í augu við hindranir sínar og stígur inn í heim ævintýrisins þar sem hún tekst á við umbreytandi þroskaverkefni.

Sun. 27. sept. kl. 10:00-14:00: Hetjan snýr tilbaka til síns þekkta umhverfis og vinnur með þær þroskagjafir sem hún öðlaðist á ferð sinni.

Verð: 35.000 kr. Skráning hér að neðan. Athugaðu að sætið er ekki tryggt fyrr en námskeiðsgjald hefur verið greitt á reikning Stílvopnsins: 0133-26-580815, kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti. Greiðslukvittun er afhent við upphaf námskeiðs en fyrr ef þátttakandi þarf á að halda.

Nánari upplýsingar í síma 8996917 eða tölvupósti: bjorg@akademia.is

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: https://www.facebook.com/events/546426012750970/ →

 

Date And Time

2020-09-25 to
2020-09-27
 

Staðsetning

Vökuland 605 Akureyri

Share With Friends

Comments are closed.