Engla Reiki 1&2

Engla Reiki 1&2

af
285 285 people viewed this event.

Engla Reiki er dásamlega mjúk en kröftug heilunaraðferð sem við getum notað dags daglega fyrir okkur sjálf, fjölskyldu, vini og dýrin okkar, sem og boðið viðskiptavinum.

Þessi vinnustofa kennir hina einstöku heilunarlist sem Engla Reiki er og er kennt yfir föstudagskvöld (19-21) og heila helgi (9.30-17.30). Þátttakendur taka á móti 1. og 2. gráðu Engla Reiki á þessum tíma og fá praktíska reynslu í nokkrum mismunandi meðferðarleiðum.

Samstillingin (attunement) sem tengir þátttakendur við heilunarenglana sína sem vinna síðan með hverjun einstaklingi þar eftir, inniheldur Reiki tákn sem eru samstillt gegnum tíðni englanna. Þessi tákn voru gefin mannkyninu af St. Germain á tímum Atlantis. Ekki er þörf á að læra táknin.

Þessi vinnustofa gefur þér:
– Vinnu með karma þar sem unnið er með að klippa á tengsl sem ekki þjóna okkur, og hreinsun englanna fyrir hverja innstillingu.
– Full innstilling á Engla Reiki fyrsta og annað stig.
– Praktíska reynslu af heilun þar sem miðlað er heilunarorku englanna, þriðja auga heilun, heilun með meisturum og vetrarbrautarheilurum, og fjölvídda- og fyrrilífa heilun.
– Leiðsögn varðandi sjálfsheilun, fjarheilun, að meðhöndla ófrískar konur, börn og dýr.
– Praktísk ráð varðandi heilunarmeðferðir.
– Master kristall sem heldur heilunartáknum englanna.
– Handbók með öllum upplýsingum á íslensku.
– Táknin sjö sem gefin voru eru virkjuð á tíðni englanna í gegnum hin sjö stig forms og guðlegs forms gegnum Metatron erkiengil.
– Samstilling við englaríki ljóssins í elleftu víddinni í gegnum Metatron erkiengil.
– Skírteini um að þjálfun sé lokið á fyrsta og öðru stigi Engla Reiki.
Sem heilari sem vinnur á þennan hátt með englunum gerir þú sjálfum þér, mannkyninu og plánetunni gott.

Þetta námskeið er nú í fyrsta skipti í boði á íslensku, en fyrir hafa tveir hópar lokið Engla Reiki 1&2 á Íslandi.

Gott er að skoða Angelic Reiki Association vefsíðuna til að fá frekari upplýsingar um Engla Reiki: http://angelicreikiassociation.com/

Námskeiðið kostar 45.000 og innifalið í því er kristall og prentuð handbók á íslensku. Lágmarksfjöldi þátttakenda eru 5 og hámark 9.
Nauðsynlegt er að skrá sig og greiða staðfestingargjalda hjá Ölmu í gegnum Facebook síðuna, með tölvupósti almahronn@gmail.com eða í síma 6912710.

Kennari er Alma Hrönn Hrannardóttir Engla Reiki Meistari:
Ég lærði heilun hjá Hrönn Friðriksdóttur spámiðli frá 2010 og er engla reiki meistari, en það lærði ég hjá Casca Joeline Graham. Engla Reikið bætti nýrri vídd í heilunarvinnuna og nota ég það nú í hvert skipti. Ég hef unnið í andlegum málum frá 2006 og sótt námskeið m.a. í lestri spáspila, miðlun, heilun, um náttúruverur, extraordinary orkubrautavinnu og visceral manipulation hjá innlendum og erlendum kennurum. Ég hef verið í námi í englafræðum hjá Kyle Gray síðan 2017, og er að ljúka Certified Angel Guide námskeiði hjá honum.
Ég er mjög tengd náttúrunni og náttúruverum, allt frá tröllum til dreka, og elska að vinna með þeim að heilun jarðarinnar. Einnig þykir mér dásamlegt að hjálpa fólki að finna og vinna með orku náttúruveranna gegnum hugleiðslur og vinnustofur.
Ég hef haldið fjölda námskeiða og kynninga, meðal annars um orkusteina, að lesa í spil, englaspil, um náttúruverur og var svo heppin að vera boðið að kenna heilun og tala um náttúrverurnar okkar í Bandaríkjunum 2016.
Ég lærði viðskiptafræði og tók MBA nám í Belgíu 2005-2006, og vann við verkefnastjórnun í 15 ár, að mestu í stórum hugbúnaðarverkefnum með alþjóðlegar tengingar. Ég hafði vitað í nokkurn tíma að ég ætti að einbeita mér að andlegum málum og loks kom rétti tíminn til að gera þá stóru breytingu að stíga út úr fyrirtækjaheiminum og yfir í mín eigin verkefni. Það er mjög gefandi og lærdómsríkt að vinna með fólki að því finna sína leið og að vaxa, og fá að gera það sem ég geri best á hverjum deg

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: https://www.facebook.com/events/2570098903231148/ →

 

Date And Time

2020-03-27 @ 19:00 to
2020-03-29 @ 21:00
 

Staðsetning

Vökuland, 601 Eyjafjarðarsveit, Ísland, Vökuland, 601 Eyjafjarðarsveit, Ísland

Share With Friends

Comments are closed.